Akureyringurinn Halldór Brynjar mætti í landsliðstreyju Úkraínu. Það dugði honum til sigurs - en ekki félaginu hans. Mynd: KÖE

Svo virðist sem línur hafi heldur skýrst á Íslandsmóti skákfélaga að lokinni sjöttu umferð úrvalsdeildar sem fram fór í kvöld. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn virðist vera á milli Taflfélags Garðabæjar og Taflfélags Reykjavíkur.

Úkraínski stórmeistarinn Mykhaylo Oleksiyenko teflir á fyrsta borði fyrir TR.

Bæði lið unnu sannfærandi, 5½-2½, sigra í kvöld. Garðbæingar unnu Breiðablik en TR  lagði Akureyringa.

Úrslit kvöldsins

 

TG hefur 11 stig en TR hefur 9 stig. Veitt eru tvö stig fyrir sigur en eitt fyrir jafntefli. Víkingaklúbburinn vann svo 5-3 sigur á Skákdeild Fjölnis og lyfti sér úr botnbaráttunni. Tóku um leið Fjölni með sér í „miðjumoðið“.

Vignir Vatnar og Hjörvar gerðu jafntefli í viðureign Blix og TG.

Fjölnir hefur 6 stig og Víkingaklúbburinn hefur 5 stig. Hvorugt liðið virðist eiga möguleika á blanda sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn.

Mótstaflan

Sjöunda umferð fer fram á morgun (föstudagskvöld). Þá teflir TG við Fjölni og TR við Víkingaklúbbinn.  TG og TR mætast í áttundu umferð á laugardaginn. Viðureign sem gæti ráðið úrslitum á mótinu.

Akureyringar sem hafa 1 stig mæta Breiðablik sem er næstneðst með 4 stig. Akureyringar þurfa nauðsynlega að vinna á morgun til að eiga minnstu möguleika á að bjarga sér frá falli.

Taflfmennska í 1.-4. deild hefst á laugardaginn.