Heitasti skákmaður Íslands, um þessar mundir, Vignir Vatnar, fer fyrir sveit Breiðabliks.

Úrvalsdeild Íslandsmóts skákfélaga 2021-22 hefst í kvöld. Taflmennskan hefst kl. 19:30 í félagsheimili TR. Aðrar deildir en úrvalsdeild hefjast kl. 11 á laugardaginn í Fjölnihluta Egilshallar.

Spennan er mikil. Þrjú félög berjast um sigurinn á mótinu. Taflfélag Garðabæjar stendur best að vígi. Félagið er í forystu með 9 stig , Taflfélag Reykjavíkur í öðru sæti með 7 stig og Skákdeild Fjölnis í þriðja sæti með 6 stig.

Í fallbaráttunni eru hin 3 félögin. Skákdeild Breiðabliks með 4 stig, Víkingaklúbburinn með 3 stig og Skákfélag Akureyrar rekur lestina með 1 stig.

Mótstafla á Chess-Results.

Í sjöttu umferð sem fram fer í kvöld mæta forystusauðirnir frá Garðabæ nágrönnum sínum úr Kópavogi, Breiðabliki, heimamenn í TR tefla við Akureyringa og Fjölnir mætir Íslandsmeisturum Víkingaklúbbsins.

Tvær fyrstu umferðirnar verða ekki í beinni en hægt verður að fylgjast með gangi mála á Chess-Results.

Tímasetning Úrvalsd. Aðrar
Fimmtud., 3. mars, kl. 19:30 6. umf. (TR)
Föstud., 4. mars kl. 19:30 7. umf. (TR)
Laugard., 5. mars, kl. 11:00 8. umf. (Egilshöll) 5. umf. (Egilshöll)
Laugard., 5. mars, kl. 17:00 9. umf. (Egilshöll) 6. umf. (Egilshöll)
Sunnud., 6. mars, kl. 11:00 10. umf. (Egilshöll) 7. umf. (Egilshöll)
Sunnud., 6. mars kl. 16:30 (eða fyrr) Verðlaunaafh. (Egilshöll) Verðlaunaafh. (Egilshöll)