Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2021-22 fer fram dagana 3.-6. mars nk. Síðari hlutinn fer fram í Egilshöllinni, höfuðstöðvum Fjölnis rétt eins og sá fyrri.
Úrvalsdeildin verður tefld frá fimmtudegi-sunnudags. Aðrar deildir verða tefldar laugardag-sunnudags.
Tímasetning | Úrvalsd. | Aðrar |
Fimmtud., 3. mars, kl. 19:30 | 6. umf. | |
Föstud., 4. mars kl. 19:30 | 7. umf. | |
Laugard., 5. mars, kl. 11:00 | 8. umf. | 5. umf. |
Laugard., 5. mars, kl. 17:00 | 9. umf. | 6. umf. |
Sunnud., 6. mars, kl. 11:00 | 10. umf. | 7. umf. |
Sunnud., 6. mars kl. 16:30 | Verðlaunaafh. | Verðlaunaafh. |
Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími bætist við eftir hvern leik. Mæta þarf til að leiks 30 mínútna eftir að umferð hefst – annars er tæmt tap.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Skáklög Skáksambands Íslands (12. grein)
- Reglugerð um Íslandsmót skákfélaga