Sigurbjörn kennir á afar vel heppnuðu fullorðnisnámskeið Skákskólans. Mynd: KÖE

Skákskóli Íslands stóð fyrir fullorðinsnámskeiði (25 ára og eldri) á vorönn 2019. Umsjónarmenn námskeiðsins voru FIDE meistarar Sigurbjörn J. Björnsson og Ingvar Þór Jóhannesson. Að auki hélt stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson fjöltefli og skólastjóri Skákskólans, Helgi Ólafsson, sá um lokaskiptið.

Námskeiðið stóð yfir í 6 vikur og var kennt vikulega, tvo tíma í senn. 10 manns sóttu námskeiðið og var farið yfir fjölbreytt efni, svo sem miðtöfl, endatöfl og að verjast í skák.

Umsjónarmenn námskeiðsins eru sammála um að vel hafi tekist til og er stefnt að því að halda sambærilegt námskeið næsta haust.