Þátttakendur skákmótsins ásamt Ingibjörgu Birgisdóttur skákstjóra og Helga Ólafssyni stórmeistara og skólastjóra Skákskóla Íslands.

Skáknámskeiði Skákskóla Íslands í samvinnu við Fischer-setur á vetrarönn 2019  lauk á lagardaginn 23. mars með opnu níu umferða móti. Tímamörk voru 4 2  þ.e. 4 mínútur á skákina að viðbættum 2 sekúndum eftir hvern leik. Keppendur voru 22 talsins úr grunnskólum Selfoss og í grennd. Þar að auki voru nokkrir komu nokkrir krakkar úr öðrum skólum. Skákdómari var Ingibjörg Edda Birgisdóttir alþjóðlegur skákdómari.

Krakkarnir að tafli.

Þetta var síðasti tíminn í 10 skipta skáknámsskeiði fyrir grunnskólabörn sem hófst eftir áramót. Úrslit mótsins urðu þau að efstur var Sæþór Ingi Sæmundsson með sjö og hálfan vinning af níu mögulegum, næst kom Anna Katarina Thoroddsen með sjö vinninga og í 3.–4. voru Fannar Smári Jóhannesson og Guðbergur Davíð Ágústsson með sex vinninga hvor. Fannar var hærri á mótsstigum en báðir fá bronsmedalíu.

Þessir kláruðu brons-verkefnið: Gabríel, Sæþór, Fannar og Vilhjálmur.

Þá fengu fjórir þátttakendur afhent bronspeninga fyrir lausnir í gull-, silfur-, brons- verkefni Skákskólans. Þetta voru  Fannar Smári Jóhannesson, Vilhjálmur Hólm Ásgeirsson, Sæþór Ingi Sæmundsson og Gabríel Sigþórsson. Í mótslok fengu allir þátttakendur páskaegg.

Úrslit á Chess-Results.