Byrjendaflokkar Skákskólans eru ætlaðir fyrir krakka á aldrinum 6 – 10 ára sem kunna mannganginn. Kennsla hefst 7. september og fer fram á laugardögum frá  12:30- 14:30, en hver hópur er klukkutíma í senn. Kristófer  Gautason hefur umsjón með kennslunni ásamt aðstoðarkennurum. Skráningar og fyrispurnir má senda á netföngin kristofer.gautason@rvkskolar.is og Skaksamband@skaksamband.is.  Námskeiðsgjöld fyrir haustönn eru 15.000 kr. og hægt er að nýta frístundakort til greiðslu.

Fyrirspurnum um starfsemina skal beint á netfang skákhreyfingarinnar skaksamband@skaksamband.is eða til skólastjóra Skákskólans á netfangið helol@simnet.is.

Nánar um starfsemi Skákskóla Íslands.