Gunnar Erik er efstur á mótinu.

Meistaramót Skákskóla Íslands (u15) hófst í gær við frábærar aðstæður í Viðey. 33 keppendur mættu til leiks í ferjuna fullir tilhlökkunar enda fyrsta stóra unglingamótið að hefjast eftir sumarfrí og skrýtna mánuði. Upphaflega átti mótið að fara fram í vor en var frestað vegna Covid-19. Í haust verður svo haldið Meistaramót Skákskólans fyrir eldri nemendur og verður það mót jafnframt Unglingameistaramót Íslands (u22).

Gunnar Erik Guðmundsson er efstur eftir fyrri dag mótsins með fullt hús vinninga eftir fimm umferðir. Óskar Víkingur Davíðsson og Kristján Dagur Jónsson koma næstir með 4 vinninga. Sex keppendur hafa 3,5 vinning.

Hætt var við niðurskurð eftir 5 umferðir.

Staða efstu manna er sem hér segir

Heildarstöðuna má finna á Chess-Results.

Nokkrar svipmyndir frá vettvangi