Skákskóli Íslands hyggst standa fyrir klukkufjölteflum á 10–15 borðum, með tímamörkunum 90 30 á fimmtudögum í sumar. Stefnt er að a.m.k. 8 klukkufjöltefli.

Með því gefst þátttakendum tækifæri til að undirbúa þann þátt sem snýr að kappskákum fyrir vertíðina framundan sem hefst fyrir alvöru með Kviku Reykjavíkurskákmótinu – EM einstaklinga þann 26. ágúst nk.

Kunnir meistarar munu tefla þessi fjöltefli en það fyrsta fer fram fimmtudaginn 10. júní og Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskólans tefla fyrsta fjölteflið. Hámark 15 munu geta tekið þátt í fjölteflinu.

Keppendur verða að skrifa niður skákirnar en þær munu þó ekki birtast opinberlega.

Það hefst kl. 19 í Skákskóla Íslands fimmtudaginn 10. júní í Faxafeni 12.  Þau verða boðuð með um vikufyrirvara.

Þátttakendur skulu hafa einhverju sinni náð a.m.k.1200 elo stigum á stigalista FIDE.

Miðað er að þátttakendur séu fæddir árið 2001 eða síðar.

Kostnaði er mjög stillt í hóf og miðast við kr. 10 þús.

Eftir skráningu verður væntanlegum þátttakendum sendur aðgangur að Teamfinder.org. Þar skrá þátttakendur sig til leiks. Fyrstir til að skrá sig hafa forgang.

Þess mun þó vera gætt að allir eigi þess kost að tak þátt í a.m.k. sex fjölteflum.

Skráningarform.