Keppendur á stúlknamótinu í Hörpunni

Hraðskákmót stúlkna verður haldið laugardaginn 29. október á Reykjavík Natura og hefst kl. 11. Mótið er samstarfsverkefni Skákskóla Íslands, Skáksambands Íslands og taflfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það er opið öllum stúlkum 20 ára og yngri.

Mótið er hið fjórða af fimm í mótaröð  Áður hafa verið haldin móti í húsnæðí Siglingaklúbbsions Ýmis, í Hörpunni samhliða síðasta Reykjavíkurskákmóti og í húsnæði TV í Vestmannaeyjum. Mótin verði fimm talsins. Að þeim loknum verða veitt sérstök aukaverðlaun. Tefldar verða 9 umferðir eftir Swiss Perfect kerfinu og eru tímamörk sem fyrr, 5 3 Bronstein.

Verðlaun verða þessi:

  1. verðlaun: 30 þús ferðavinningur
  2. verðlaun: 20 þús ferðavinningur
  3. verðlaun: 15 þús ferðavinningur
  4. verðlaun: Chessable byrjunarkennsla
  5. verðlaun: Chessable byrjunarkennsla.

Stúlkur fæddar 2012 og síðar:

  1. verðlaun: 20 þús. kr. ferðavinningur
  2. verðlaun: 15 þús. ferðavinningur

3 verðlaun: Chessable byrjunarkennsla.

Þá er keppt um 77 stig í mótaröðinni.

Staðan í mótaröðinni eftir þrjú mót er þessi:

  1. Iðunn Helgadóttir 55 stig
  2. Freyja Birkisdóttir 35 stig
  3. Guðrún Fanney Briem 27 stig
  4. Emilía Embla Berglindardóttir 24 stig
  5. Sigrún Tara Sigurðardóttir 18 stig
  6. Hrafndís Karen Óskarsdóttir 16 stig
  7. – 9. Katrín María Jónsdóttir 14, Tara Líf Ingadóttir og Þórhildur Helgadóttir allar með 14 stig.
  8. Sóley Kría Helgadóttir 6 stig
  9. Margrét Kristín Einarsdóttir 2 stig.