Hraðskákmót stúlkna verður haldið laugardaginn 29. október á Reykjavík Natura og hefst kl. 11. Mótið er samstarfsverkefni Skákskóla Íslands, Skáksambands Íslands og taflfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það er opið öllum stúlkum 20 ára og yngri.
Mótið er hið fjórða af fimm í mótaröð Áður hafa verið haldin móti í húsnæðí Siglingaklúbbsions Ýmis, í Hörpunni samhliða síðasta Reykjavíkurskákmóti og í húsnæði TV í Vestmannaeyjum. Mótin verði fimm talsins. Að þeim loknum verða veitt sérstök aukaverðlaun. Tefldar verða 9 umferðir eftir Swiss Perfect kerfinu og eru tímamörk sem fyrr, 5 3 Bronstein.
Verðlaun verða þessi:
- verðlaun: 30 þús ferðavinningur
- verðlaun: 20 þús ferðavinningur
- verðlaun: 15 þús ferðavinningur
- verðlaun: Chessable byrjunarkennsla
- verðlaun: Chessable byrjunarkennsla.
Stúlkur fæddar 2012 og síðar:
- verðlaun: 20 þús. kr. ferðavinningur
- verðlaun: 15 þús. ferðavinningur
3 verðlaun: Chessable byrjunarkennsla.
Þá er keppt um 77 stig í mótaröðinni.
Staðan í mótaröðinni eftir þrjú mót er þessi:
- Iðunn Helgadóttir 55 stig
- Freyja Birkisdóttir 35 stig
- Guðrún Fanney Briem 27 stig
- Emilía Embla Berglindardóttir 24 stig
- Sigrún Tara Sigurðardóttir 18 stig
- Hrafndís Karen Óskarsdóttir 16 stig
- – 9. Katrín María Jónsdóttir 14, Tara Líf Ingadóttir og Þórhildur Helgadóttir allar með 14 stig.
- Sóley Kría Helgadóttir 6 stig
- Margrét Kristín Einarsdóttir 2 stig.