Hópmynd af keppendum. Fremnstar eru þær sem fengu verðlaunapening fyrir frammistöðu sína.

Iðunn Helgadóttir og Guðrún Fanney Briem urðu efstar og jafnar á 4. Stúlknamóti Skákskóla Íslands sem haldið var í tengslum við Fischer-slembiskákmótið á hótel BERJAYA á laugardaginn var. Að venju voru tefldar 9 umferðir með tímamörkunum 5 3 Bronstein. Keppendur voru 22 talsins. Iðunn og Guðrún Fanney gerðu jafntefli í innbyrðis viðureign en unnu aðrar skákir og hlutu því báðar 8½ vinning af 9 mögulegum. Eftir stigaútreikning var Iðunn hlutskarpari og telst því sigurvegari mótsins. Hún hlaut jafnframt flest Grand-prix stig eða 20 stig fyrir 1. sætið. Í 3. sæti varð Katrín Jónsdóttir en hún hlaut 7 vinninga.

Þá var keppt um bestan árangur þátttakenda sem fæddar eru 2012 og síðar þ.e. 10 ára og yngri og Þar varð hlutskörpust Halldóra Jónsdóttir sem hlaut 5 vinninga en í 2. sæti kom Elsa María Aðalgeirsdóttir einnig með 5 vinninga. Þriðja varð Emiía Embla Beglindardóttir

Mótsstjóri og aðal skipuleggjandi var Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands en aðaldómari var Þórir Benediktsson. Ýmsir veittu margvíslega aðstoð: Skáksamband Íslands, skákdeildir Fjölnis og Breiðabliks, TR svo nokkrir aðilar séu nefndir.

1. Lisset leikur fyrsta leikinn fyrir Iðunni í skák hennar við Halldóru Jónsdóttur.

Það kom í hlut Lisseth Acevedo Mendez að leika fyrsta leik mótsins fyrir Iðunni Helgadóttur í skák hennar og Halldóru Jónsdóttur.

3. Aðstæður á hótel BERJAYA voru til mikillar fyrirmyndar. Hér má sjá yfir keppnissalinn.

Mótið fór vel fram og skemmtu þáttakendur sér ágætlega. Eftir fimm umferðir var gert stutt veitingahlé á keppni. Tilkynnt verður um síðasta mótið í mótaröðinni á næstunni:

Staðan í mótaröðinni eftir fjögur mót af fimm:

  1. Iðunn Helgadóttir 75 stig
  2. Guðrún Fanney Briem 42 stig
  3. Freyja Birkisdóttir 35 stig
  4. Katrín María Jónsdóttir 26 stig.
  5. – 7. Emilía Embla Berglindardóttir, Tara Líf Ingadóttir og Þórhildur Helgadóttir 24 stig
  6. Hrafndís Karen Óskarsdóttir 22 stig
  7. Sigrún Tara Sigurðardóttir 18 stig
  8. Silja Rún Jónsdóttir 8 stig.
  9. Sóley Kría Helgadóttir 6 stig
  10. Nikola Klimazewska 4 stig.
  11. – 14. Margrét Kristín Einarsdóttir og Halldóra Jónsdóttir 2 stig.