Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák (Skákþings Íslands) fer fram við í skákhöll TR 23. apríl – 1. maí. Síðasta umferðin fer fer fram á Selfossi, samhliða landsliðsflokki, sem tefldur verður í Bankanum – vinnustofu (Landsbankahúsið), Austurvegi 20.
Áskorendaflokkur er opinn öllum.
Verðlaun
1. 75.000 kr.
2. 45.000 kr.
3. 30.000 kr
Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verðlaunasætum í áskorendaflokki. Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki árið 2023. Oddastigaútreikningur* ræður lokaröð sæta.
Umferðartafla
Þátttökugjöld
Þátttökugjöld eru 7.000 kr. Unglingar 16 ára og yngri (2005 og síðar) fá 50% afslátt. Titilhafar aðrir en CM/WCM fá frí þátttökugjöld. Þátttökugjöld greiðist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir lok skráningarfrests. Senda kvittun í netfangið skaksamband@skaksamband.is
Skráning
Skráning fer eingöngu fram á Skák.is – gula kassanum. Ekki verður hægt að skrá sig til leiks á skákstað. Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn, 21. apríl, kl. 23:59.
Tímamörk
90 mínútur + 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viðbótartími eftir hvern leik.
Yfirsetur
Hægt er að taka tvær yfirsetur í umferðum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska þarf eftir yfirsetunni fyrir lok umferðarinnar á undan á sannarlegan hátt.
*Oddastig
- Flestar tefldar skákir
- Bucholz -1
- Bucholz
- Sonnoborn-Berger
- Innbyrðis úrslit
- Hlutkesti