Dagur Ragnarsson gerir það gott á hraðkvöldum Hugins.

Dagur Ragnarsson sigraði með fullu húsi 7 vinningum af sjö mögulegum á hraðkvöldi Hugins sem fram fór mánudagskvöldið 27. ágúst sl. Dagur tefldi af öryggi og kost sjaldan í taphætttu og sigurinn var kominn í höfn fyrir lokaumferðina. Í öðru sæti var Gauti Páll Jónsson með 5,5 vinning. Síðan komu jafnir með 4 vinninga Vigfús Ó. Vigfússon, Jón Eggert Hallsson og Atli Jóhann Leósson.

Þorsteinn Magnússon var dreginn í happdrættinu. Það á eftir að koma í ljós hvort hann og Dagur velji Dominos eða Saffran því verðlaunin gleymdust heima hjá skákstjóranum. Næsta hraðkvöld verður mánudaginn 3. september.

Lokastaðan á hraðkvöldinu:

  1. Dagur Ragnarsson, 7v/7
  2. Gauti Páll Jónsson, 5,5v
  3. Vigfús Ó. Vigfússon, 4v
  4. Jón Eggert Hallsson, 4v
  5. Atli Jóhann Leósson, 4v
  6. Ingólfur Gíslason, 3,5v
  7. Þorsteinn Magnússon, 3v
  8. Pétur Pálmi Harðarson, 3v
  9. Björgvin Kristbergsson, 3v
  10. Óttar Örn Bergmann Sigfússon, 2,5v
  11. Hjálmar Sigurvaldason, 1,5v
  12. Hörður Jónasson, 1v

Lokastaðan í chess-results:

Af heimasíðu Hugins.

- Auglýsing -