Ný alþjóðleg skákstig eru komin út og taka þau gildi á morgun, 1. september. Héðinn Steingrímsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Styrmir Sævarsson hækkar mest frá ágúst-listnum.

Topp 20

432 íslenskir skákmenn eru á listanum yfir virka skákmenn. Héðinn Steingrímsson (2573) er stigahæstur þeirra. Næstir eru Hjörvar Steinn Grétarsson (2557) og Jóhann Hjartarson (2530).

Íslenska listann, yfir virka skákmenn, má finna í heild sinni hér.

Nr. Nafn Tit Stig  +/- Fj.
1 Steingrimsson, Hedinn GM 2573 0 0
2 Gretarsson, Hjorvar Steinn GM 2557 0 0
3 Hjartarson, Johann GM 2530 0 0
4 Olafsson, Helgi GM 2510 0 0
5 Danielsen, Henrik GM 2502 0 0
6 Stefansson, Hannes GM 2502 -9 9
7 Petursson, Margeir GM 2486 0 0
8 Gunnarsson, Jon Viktor IM 2465 0 0
9 Arnason, Jon L GM 2449 0 0
10 Gretarsson, Helgi Ass GM 2448 -32 9
11 Thorfinnsson, Bragi GM 2433 0 0
12 Kjartansson, Gudmundur IM 2428 -6 18
13 Thorhallsson, Throstur GM 2422 0 0
14 Thorsteins, Karl IM 2421 0 0
15 Thorfinnsson, Bjorn IM 2408 0 0
16 Kjartansson, David FM 2404 0 0
17 Arngrimsson, Dagur IM 2370 0 0
18 Ulfarsson, Magnus Orn FM 2361 0 0
19 Olafsson, Fridrik GM 2355 0 0
20 Jensson, Einar Hjalti IM 2343 0 0
21 Johannesson, Ingvar Thor FM 2343 0 0

Mestu hækkanir

Litlar breytingar eru listanum nú enda ekkert reiknað kappskák hérlendis í ágúst. Styrmir Sævarsson (+95) hækkar mest frá ágúst-listanum. Gunnar Erik Guðmundsson (+47), Áskell Örn Kárason (+43) og Jóhannes Björn Lúðvíksson (+41) koma næstir.

Nr. Name Tit Stig  +/- Fj.
1 Saevarsson, Styrmir 1679 95 7
2 Gudmundsson, Gunnar Erik 1626 47 9
3 Karason, Askell O FM 2260 43 9
4 Ludviksson, Johannes 2065 41 9
5 Stefansson, Vignir Vatnar FM 2270 10 9
6 Fridthjofsdottir, Sigurl. Regina 1724 9 8
7 Ragnarsson, Dagur FM 2249 2 9

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2839) er sem fyrr stigahæsti skákmaður heims. Í næstu sætum eru Fabiano Caruana (2827) og Shakhrhriyar Mamedyarov (2820).

Listinn má finna í heild sinni hér.

Vegna fjölda áskoranna frá Gauta Pál Jónssyni verður sambærileg úttekt á alþjóðlegum hraðskákstigum birt um helgina

Reiknuð skákmót í ágúst

Sex mótuð voru reiknuð í ágúst. Allt hraðskákmót.

  • Minningarmót um Hauk Angantýsson (hraðskák)
  • Baccala bar Open 2018 (hraðskák)
  • Stórmót Árbæjarsafns og TR (hraðskák)
  • Borgarskákmótið (hraðskák)
  • Meistaramót Stofunnar (hraðskák)
  • Hraðkvöld Hugins (hraðskák)
- Auglýsing -