Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2504) endaði með 6½ vinning í 11 skákum á HM öldunga sem fram fór í Slóveníu í 18.-29. nóvember sl. Henrik tefldi í flokki 50 ára og eldri. Henrik byrjaði vel og var með 5½ vinning eftir 7 umferðir. Endaspretturinn gekk hins vegar illa og aðeins 1 vinningur í fjórum síðustu skákunum kom í hús.

Huginskappinn, Karen Movsziszian (2513), Armeníu, varð heimsmeistari í flokki Henriks.
Lokastaðan á Chess-Results.
- Auglýsing -


















