Sigurður Daði, skákmeistari Garðabæjar, tefdi við áskoredann Caruna á Reykjavíkurskákmótinu 2012

Skákþingi Garðabæjar fór fram 29. október -26. nóvember sl.  FIDE-meistarinn, Sigurður Daði Sigfússon (2252) kom sá og sigraði á mótinu en hann hlaut 6 vinninga í 7 skákum. Leyfi aðeins jafntefli við Björn Hólm Birkisson (2033) og Pál Sigurðsson (1908) í lokaumferðinni.  Sigurður Daði er skákmeistari Garðabæjar.  Jóhann H. Ragnarsson (2007) og Björn Hólm urðu í 2.-3. sæti með 5½ vinning. Jóhann varð skákmeistari Taflfélags Garðabæjar.

Sextán skákmenn tóku þátt í mótinu. Verðlaunaafhending mótsins fer fram samhliða Hraðskákmóti Garðabæjar, 10. desember nk.

Lokastaðan á Chess-Results.

- Auglýsing -