Ísey skyr Skákhátíðin á Selfossi fer fram dagana 19.-29.nóvember 2019. Meðal sérstakra viðburða verður OPNA SUÐURLANDSMÓTIÐ Í SKÁK 2019 sem fer fram dagana 21.-29. nóvember. Mótið er opið öllum. Tefldar verðar 7 umferðir eftir svissneska kerfinu. Leyfðar eru þrjár yfirsetur í umferðum 1.-5. sem tilkynna skal Skákstjóra við upphaf umferðarinnar á undan, en ½ vinningur fæst fyrir yfirsetu.
Mótið er reiknað til alþjóðlegra skákstiga.
Dagskrá:
1. umferð. 21.nóvember kl.17.00
2. umferð. 22.nóvember kl. 17.00
3. umferð. 24.nóvember kl. 13.00
4. umferð. 25.nóvember kl. 17.00
5. umferð. 27.nóvember kl. 17.00
6. umferð. 28.nóvember kl. 17.00
7. umferð. 29.nóvember kl. 13.00
Reglur mótsins má finna á heimasíðu Skákhátíðarinnar:
https://sson.is/selfoss-chess-festival/tournament-rules/
Tímamörk: 90 mín. á alla skákina, eftir 40.leik bætast við 15 mín, 30 sek. uppbótartími frá fyrsta leik.
Mótsstaður: Hótel Selfoss
Tiebreaks (Oddastig):
1.Tefldar skákir. 2.Buchholz (-1) 3..Buchholz 4.Sonneborn-berger 5.Innbyrðis viðureignir.
Verðlaun:
Verðlaunapotturinn verður ISK. 600.000
1.Verðlaun 200.000 Isk.
2.Verðlaun 100.000 Isk.
3.Verðlaun 60.000 Isk.
4.Verðlaun 40.000 Isk.
5.Verðlaun 30.000 Isk.
Önnur verðlaun.
50 ára og eldri. 25.000 Isk.
16 ára og yngri. 25.000 Isk.
Besta konan. 25.000 Isk.
Besti árangur undir 2200 Elo-stig. 25.000 Isk.
Besti árangur undir 1900 Elo-stig. 25.000 Isk.
Besti árangur stigalausa. 25.000 Isk.
Besti árangur miðað við eigin stig (Best performance according to ratings) 20.000 Isk.
Suðurlandsriddarinn sem hannaður er og skorinn út af Sigríði Jónu Kristjánsdóttur (Sigga á Grund) er farandsgripur sem veittur er Suðurlandsmeistaranum. Suðurlandsmeistari geta þeir orðið sem eru í skákfélagi á Suðurlandi (TV eða SSON) eða búa á Suðurlandi. Verði keppendur jafnir í verðlaunasæti verður stuðs við svokallað Hort-kerfi.
Heimasíða Skákhátíðarinnar: https://sson.is/selfoss-chess-festival/
Þáttökugjöld: Frítt er fyrir alla titilhafa þ.m.t. GM, IM, FM, CM, WGM, WIM, WFM, og krakka 16 ára og yngri, en að öðru leiti er þáttökugjaldið. 5000 kr.
Skráning fer fram hér, einnig má sjá þegar skráða keppendur:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfkr3uX5OrTppRXFfnwHCYEc3vpgzs_6TL94T1IEuZCyJx1Ww/viewform
Mótstjóri: Oddgeir Á. Ottesen
Skákstjórar: Róbert Lagerman, Kristján Örn Elíasson