Ný alþjóðleg skákstig komu út 1. desember sl. Hjörvar Steinn Grétarsson (2568) er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Þorsteinn Magnússon (1643) er stigahæsti nýliðinn og Arnór Gunnlaugsson (+92) hækkar mest frá nóvember-listanum.
Topp 50
Hjörvar Steinn Grétarsson (2568) er stigahæstur íslenskra skákmanna og hefur orðið umtalsvert forskot. Hann á auki inni stigahækkun fyrir opna mótið á Selfossi þar sem hann hækkaði um 18 stig og verður því að kominn með tæplega 50 stiga forskot á næsta lista að öllu óbreyttu. Hannes Hlífar Stefánsson (2538) er næststigahæstur og Héðinn Steingrímsson (2530) er þriðji.
Lista yfir 50 stigahæstu virka skákmenn landsins má finna á félagagrunni skákmanna.
Nýliðar
Sjö nýliðar eru á listanum nú. Þorsteinn Magnússon (1643), eldri, er þeirra stigahæstur. Í næstu sætum eru Kristján Þorsteinsson (1511) og Magnús Friðriksson (1456).
| Nr. | Name | SRtng | Diff |
| 1 | Magnusson, Thorsteinn | 1643 | 1643 |
| 2 | Thorsteinsson, Kristjan | 1511 | 1511 |
| 3 | Fridriksson, Magnus | 1456 | 1456 |
| 4 | Vidarsson, Oddur Thorri | 1299 | 1299 |
| 5 | Sveinbjornsson, Gudmundur Orri | 1134 | 1134 |
| 6 | Hlynsson, Aron Orn | 1017 | 1017 |
| 7 | Petursson, Olafur Fannar | 1006 | 1006 |
Mestu hækkanir
Arnór Gunnlaugsson (+92) hækkar mest frá nóvember-listanum. Í næstu sætum eru Batel Goitom Haile (1559) og Ísak Orri Karlsson (1488). Eftirtaldir hækka um 20 stig eða meira.
| Nr. | Name | SRtng | Diff | Nov |
| 1 | Gunnlaugsson, Arnor | 1274 | 92 | 1182 |
| 2 | Haile, Batel Goitom | 1559 | 78 | 1481 |
| 3 | Karlsson, Isak Orri | 1488 | 77 | 1411 |
| 4 | Hauksdottir, Hrund | 1835 | 76 | 1759 |
| 5 | Thorisson, Benedikt | 1598 | 72 | 1526 |
| 6 | Stefansson, Bjorn Gretar | 1665 | 71 | 1594 |
| 7 | Jonsson, Kristjan Dagur | 1591 | 69 | 1522 |
| 8 | Sigfusson, Ottar Orn Bergmann | 1525 | 69 | 1456 |
| 9 | Oskarsson, Anton Breki | 1248 | 54 | 1194 |
| 10 | Ingason, Sigurdur | 1773 | 44 | 1729 |
| 11 | Johannsdottir, Johanna Bjorg | 1929 | 39 | 1890 |
| 12 | Thorisson, Bjartur | 1088 | 37 | 1051 |
| 13 | Gudmundsson, Gunnar Erik | 1770 | 34 | 1736 |
| 14 | Helgadottir, Idunn | 1209 | 34 | 1175 |
| 15 | Valtysson, Thor | 1887 | 28 | 1859 |
| 16 | Hafdisarson, Ingi Thor | 1283 | 27 | 1256 |
| 17 | Adalsteinsson, Hermann | 1588 | 26 | 1562 |
| 18 | Sigurvaldason, Hjalmar | 1469 | 23 | 1446 |
| 19 | Mai, Aron Thor | 2167 | 22 | 2145 |
| 20 | Finnbogadottir, Tinna Kristin | 1859 | 22 | 1837 |
| 21 | Sharifa, Rayan | 1299 | 22 | 1277 |
Stigahæstu skákkonur landsins
Lenka Ptácníková (2076) er stigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2021) og Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir (1958).
Yiflit yfir virkar íslenskar íslenskar skákkonur má finna hér.
Stigahæstu ungmenni landsins (u20)
Vignir Vatnar Stefánsson (2341) er stigahæsta ungmenni landsins, 20 ára og yngri. Í næstu sætum eru Jón Kristinn Þorgeirsson (2269), sem nú er í síðasta skipti á ungmennalistanum, og Hilmir Freyr Heimisson (2233).
Upplýsingar um 20 stigahæstu ungmenni landsins má finna hér.
Stigahæstu öldungar (+65) landsins
Áskell Örn Kárason (2274) er stigahæsti öldungur landsins. Í næstu sætum eru Kristján Guðmundsson (2236) og Björgvin Vígflundsson (2206).
Yfirlit yfir 20 stigahæstu öldunga landsins má finna hér.
Heimslistinn
Heimslistann má finna á heimasíðu FIDE.
Reiknuð innlend mót
Upplýsingar um reiknuð innlend mót má finna á heimasíðu FIDE.












