Ný alþjóðleg skákstig komu út 1. desember sl.  Hjörvar Steinn Grétarsson (2568) er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Þorsteinn Magnússon (1643) er stigahæsti nýliðinn og Arnór Gunnlaugsson (+92) hækkar mest frá nóvember-listanum.

Topp 50

Hjörvar Steinn Grétarsson (2568) er stigahæstur íslenskra skákmanna og hefur orðið umtalsvert forskot. Hann á auki inni stigahækkun fyrir opna mótið á Selfossi þar sem hann hækkaði um 18 stig og verður því að kominn með tæplega 50 stiga forskot á næsta lista að öllu óbreyttu. Hannes Hlífar Stefánsson (2538) er næststigahæstur og Héðinn Steingrímsson (2530) er þriðji.

Lista yfir 50 stigahæstu virka skákmenn landsins má finna á félagagrunni skákmanna.

Nýliðar

Sjö nýliðar eru á listanum nú. Þorsteinn Magnússon (1643), eldri, er þeirra stigahæstur. Í næstu sætum eru Kristján Þorsteinsson (1511) og Magnús Friðriksson (1456).

Nr. Name SRtng Diff
1 Magnusson, Thorsteinn 1643 1643
2 Thorsteinsson, Kristjan 1511 1511
3 Fridriksson, Magnus 1456 1456
4 Vidarsson, Oddur Thorri 1299 1299
5 Sveinbjornsson, Gudmundur Orri 1134 1134
6 Hlynsson, Aron Orn 1017 1017
7 Petursson, Olafur Fannar 1006 1006

 

Mestu hækkanir

Arnór Gunnlaugsson (+92) hækkar mest frá nóvember-listanum. Í næstu sætum eru Batel Goitom Haile (1559) og Ísak Orri Karlsson (1488). Eftirtaldir hækka um 20 stig eða meira.

Nr. Name SRtng Diff Nov
1 Gunnlaugsson, Arnor 1274 92 1182
2 Haile, Batel Goitom 1559 78 1481
3 Karlsson, Isak Orri 1488 77 1411
4 Hauksdottir, Hrund 1835 76 1759
5 Thorisson, Benedikt 1598 72 1526
6 Stefansson, Bjorn Gretar 1665 71 1594
7 Jonsson, Kristjan Dagur 1591 69 1522
8 Sigfusson, Ottar Orn Bergmann 1525 69 1456
9 Oskarsson, Anton Breki 1248 54 1194
10 Ingason, Sigurdur 1773 44 1729
11 Johannsdottir, Johanna Bjorg 1929 39 1890
12 Thorisson, Bjartur 1088 37 1051
13 Gudmundsson, Gunnar Erik 1770 34 1736
14 Helgadottir, Idunn 1209 34 1175
15 Valtysson, Thor 1887 28 1859
16 Hafdisarson, Ingi Thor 1283 27 1256
17 Adalsteinsson, Hermann 1588 26 1562
18 Sigurvaldason, Hjalmar 1469 23 1446
19 Mai, Aron Thor 2167 22 2145
20 Finnbogadottir, Tinna Kristin 1859 22 1837
21 Sharifa, Rayan 1299 22 1277

 

Stigahæstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2076) er stigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2021) og Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir (1958).

Yiflit yfir virkar íslenskar íslenskar skákkonur má finna hér.

Stigahæstu ungmenni landsins (u20)

Vignir Vatnar Stefánsson (2341) er stigahæsta ungmenni landsins, 20 ára og yngri. Í næstu sætum eru Jón Kristinn Þorgeirsson (2269), sem nú er í síðasta skipti á ungmennalistanum, og Hilmir Freyr Heimisson (2233).

Upplýsingar um 20 stigahæstu ungmenni landsins má finna hér.

Stigahæstu öldungar (+65) landsins

Áskell Örn Kárason (2274) er stigahæsti öldungur landsins. Í næstu sætum eru Kristján Guðmundsson (2236) og Björgvin Vígflundsson (2206).

Yfirlit yfir 20 stigahæstu öldunga landsins má finna hér.

Heimslistinn

Heimslistann má finna á heimasíðu FIDE.

Reiknuð innlend mót

Upplýsingar um reiknuð innlend mót má finna á heimasíðu FIDE.

 

 

 

 

 

- Auglýsing -