Jóhann Hjartarson að tafli.

Jóhann Hjartarson (2524) hlaut 6 vinninga af 10 mögulegum á Gíbraltar-mótinu sem lauk í dag. Hann byrjaði vel og var með 4 vinninga eftir 5 umferðir. Næstu fjórar umferðir skiluðu hins vegar bara einum vinningi. Sigur vannst hins í lokaumferðinni. Jóhann græðir eitt stig fyrir frammistöðu sína.

Sigurvegari afar óvænt var Rússinn David Paravyan (2629). Hann vann Andrey Episenko í heimsendaskák (2654) en Episenko, sem er yngsti stórmeistari Rússa í dag, er meðal keppenda á Reykjavíkurskákmótinu og félagi í SSON.

Úrslit Jóhanns

Alls tefldu 248 skákmenn í efsta flokki mótsins og þar af voru 85 stórmeistarar. Stigahæstir keppenda voruMamedyarov og MVL en báðir hafa þeir 2770 skákstig. Jóhann var nr. 64 í stigaröð keppenda.

 

- Auglýsing -