Skákdómaranefnd Skáksambands Íslands mun halda námskeið til landsdómararéttinda (NA) um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 13. febrúar frá kl. 10:00 til 12:00 og sunnudaginn 14. febrúar frá kl. 10:00 til 12:00.
Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis.
Námskeiðið verður á „léttu nótunum“ og ekkert próf verður lagt fyrir þátttakendur!
Þeir sem hyggja á þátttöku geta tilkynnt hana hér í athugasemdum eða sent mér tölvupóst á netfangið kristjan@kristjan.is eða haft samband í síma 898 8822. Tengill á námskeiðið (ZOOM) verður sendur þeim sem skrá sig.
Dagskrá:
Farið verður yfir grunn- og keppnisreglur FIDE, viðauka um at- og hraðskákir, leiðbeiningar fyrir mótshaldara, mótsreglur í keppnum og góðar venjur, val á „tie-break“ kerfum, skiptingu verðlauna (Hort kerfið), grunnreglur fyrir svissneska kerfið og hollenska pörunarkerfið, allir við alla (RR) kerfið og Berger töflur, reglur (skilyrði) um skákir sem verða teknar til stigaútreiknings, stillingar á skákklukkum, anti-cheating (svindl) reglur og annað viðeigandi réttindum til landsdómara.
Við kíkjum svo aðeins inn í Swiss-Manager kerfið og á Chess-Results síðuna auk heimasíðu FIDE – eða allt eins og tími vinnst til og umræður á námskeiðinu leiða okkur.
Skáksambandið mun leyfisskrá þátttakendur hjá FIDE og í framhaldi af því geta þeir annast dómgæslu í öllum „venjulegum“ skákmótum hér á landi sem reiknuð eru til skákstiga – en gefa engin önnur viðurkennd réttindi.
Ég hvet fulltrúa íslenskra skákfélaga, og SÉRSTAKLEGA þá landsdómara (NA) sem SÍ hefur þegar skráð hjá FIDE, og aðra sem áhuga hafa á að afla sér landsdómararéttinda, að sækja námskeiðið sem haldið verður í fyrsta skipti á netinu (ZOOM) og ætti þannig að vera flestum aðgengilegt.
Kristján Örn Elíasson, formaður Skákdómaranefndar















