Undankeppni boðsmóts Magnúsar Carlsen lauk í gær. Heimsmeistarinn hafði sigur en hann hlaut 10,5 vinning af 15 möglegum. Anish Giri varð annar og Wesley So þriðji. Sterkir skákmenn eins og Karjakin, Dubov, Radjabov og Mamedyarov sitja eftir með sárt ennið og komust ekki í átta manna úrslit sem hefjast kl. 16 í dag.
Magnús mætir Armenanum (brátt Bandaríkjamanninum) Levon Aronian í átta manna úrslitum sem hefjast í dag með fjögurra skáka atskákeinvígi.

- Auglýsing -















