
Fyrri hluti Atskákkeppni Taflfélaga fór fram í kvöld í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Alls mættu 8 taflfélög til keppni og alls 14 sveitir þar sem nokkur félög tefldu fram b- og c-liðum.
Skemmst er frá því að segja að Breiðablik leiðir eftir fyrstu fimm umferðirnar en þeir unnu fjórar viðureignir og gerðu jafntefli í einni. Blikar hafa 9 stig. Taflfélag Garðabæjar var eina liðið sem náði punkti af þeim en þeir hafa 8 stig eins og Taflfélag Reykjavíkur sem mætir Blikum í 6. umferðinni á morgun.
Mótið klárast á morgun með umferðum 6-9 og ljóst að enn getur margt gerst þó Blikar líti vel út.
Vignir Vatnar Stefánsson sem fyrr í banastuði og var með 5 vinninga af 5 mögulegum fyrir sína menn og sömu sögu var að segja af Einar Hjalta Jenssyni á öðru borði og Arnar Milutin á 5. borði. Til gamans má geta að Bragi Halldórsson hjá TG og Sigurður Páll Steindórsson hjá Skákgenginu náðu einnig fullu húsi fyrir sín lið á fyrri keppnisdeginum.
Nánari úrslit má sjá á chess-results















