Taflfélag Garðabæjar

Skákþing Garðabæjar hefst fimmtudaginn 11. nóvember 2021.   Tefldar verða 7 umferðir og verður mótið reiknað til alþjóðlegra stiga.

Mótsstaður: Íþróttamiðstöð Álftaness. (Sundlaug)

Umferðatafla:

  • 1-4. umf. fimmtudag     11. nóv. kl. 18:15
  • 5. umf. Föstudag          12. nóv. kl. 18:15
  • 6. umf. Laugardag        13. nóv. kl. 13:00
  • 7. umf. Sunnudag         14. nóv. kl. 13:00

Verðlaunaafhending og Hraðskákmót Garðabæjar mánudaginn 23. nóvember kl 19:00

Keppnisfyrirkomulag er svissneskt kerfi. Skákstjóri er Páll Sigurðsson. Sími 860 3120.

Tímamörk í fyrstu 4. umferðum eru 15 mínútur og 5 sek á leik. (atskák) en umferðir 5-7 eru 90 mínútur og 30 sek sem bætist við hvern leik (kappskák).

Mótið er opið öllum.

Leyfilegt er í mótinu í umferðum 1-5 að taka einu sinni hjásetu gegn hálfum vinning. Ekki er hægt að taka hjásetu eftir að pörun í umferð liggur fyrir.

Verðlaun auk verðlaunagripa:

Heildarverðlaun uþb. 70% af greiddum aðgangseyri skipt eftir Hort Kerfinu.

Verðlaun skiptast (50/30/20). Lágmarks-heildarverðlaun eru 20.000.

Mótið er um leið skákþing Taflfélags Garðabæjar. (keppt er um titilinn ef jafnt).

Sæmdartitilinn Skákmeistari Garðabæjar geta aðeins fengið félagsmenn Taflfélags Garðabæjar eða skákmaður með lögheimili í Garðabæ.

Þátttökugjöld:

Félagsmenn. Fullorðnir 3000 kr. 17 ára og yngri ókeypis.

Utanfélagsmenn. Fullorðnir 5000 kr. Unglingar 17 ára og yngri 2000 kr

GM/WGM og IM/WIM greiða ekki þátttökugjöld. 

Skákmeistari Garðabæjar 2019 er Páll Sigurðsson. Davíð Kjartansson var sigurvegari mótsins. Mótið féll niður árið 2020.

- Auglýsing -