Vignir og Hilmir að tafli í Ballerup. Mynd: Arild Rimestad.

Vignir Vatnar Stefánsson (2496) fékk einn vinning í gær í 6. og 7. umferð á Copenhagen Chess Challange sem fram fór í gær í Ballerup í Danaveldi. Hilmir Freyr Heimisson (2323) tapaði báðum sínum skákum.

Vignir gerði jafntefli við danska alþjóðlega meistarann Filip Boe Olsen (2407) og einnig við þýska FIDE-meistaranum Jonas Hacker (2396). Hilmir tapaði fyrir ítalska stórmeistaranum Sabino Brunello (2521) og danska FIDE-meistaranum Nicolai Kvist Brondt (2241).

Vignir hefur 3½ vinning og er í 5. sæti en Hilmir hefur 2 vinninga.

Síðustu tvær umferðirnar eru tefldar í dag og hófst sú fyrri kl. 8.  Vignir mætir sænska stórmeistaranum Erik Blomquist (2523) og danska alþjóðlega meistaranum Martin Haubro (2428). Hilmir teflir við úkraínska stórmeistaranum Dimitri Komarov og danska FIDE-meistaranum Viktor Haarmark Nielsen (2323).

Um er að ræða túrbó-mót sem teflt er á fimm dögum.

Stefán Bergsson (2090) og Gauti Páll Jónsson (2065) sitja að tafli á alþjóðlegu móti við Helsingjaeyri. Þeir tefla báðir í átta manna flokkum. Flokkaskiptingin í fyrirrúmi!

Fjórða og fimmta umferð fóru fram í gær. Stefán Bergsson (2090) vann báðar skákirnar en á milli umferða var hann af sinna fjar-mótsstjórn á Landsmótinu í skólaskák af miklum myndarskap. Stefán hefur 3½ vinning er í 2. sæti í sínum flokki. Gauti Páll fékk hálfan vinning í gær og hefur 2 vinninga.

Tvær síðustu umferðirnar eru tefldar í dag.

 

- Auglýsing -