Keppendur í flokki Vignis og Hilmis. Mynd: Skak.dk.

Hilmir Freyr Heimisson (2323) endaði Copenhagen Chess Challange vel en hann fékk 1½ vinning á lokadaginn þegar tefldar voru tvær síðustu umferðirnar. Vignir Vatnar Stefánsson (2496) hélt sig við það að fá einn vinning – fjórða daginn í röð!

Hilmir gerði jafntefli við úkraínska stórmeistaranum Dimitri Komarov (2493) en vann danska FIDE-meistaranum Viktor Haarmark Nielsen (2323). Vignir tapaði fyrir sænska stórmeistaranum Erik Blomquist (2523) en vann danska alþjóðlega meistaranum Martin Haubro (2428).

Vignir hlaut 4½ vinning og endaði í 5. sæti en Hilmir hlaut 3½ vinning og endaði í 7.-8. sæti. Hilmir hækkar um 4 stig en Vignir lækkar um 10 stig.

Um var að ræða túrbó-mót sem teflt var á fimm dögum.

Stefán Bergsson (2090) og Gauti Páll Jónsson (2065) sátu að tafli á alþjóðlegu móti við Helsingjaeyri. Þeir tefldu báðir í átta manna flokkum. Flokkaskiptingin í fyrirrúmi!

Tvær síðustu umferðirnar, þær 6. og 7. fóru fram í gær.  Stefán Bergsson (2090) fékk 1 vinning. Stefán hlaut 4½ vinning og endaði í 1.-2. sæti í sínum flokki. Gauti Páll hlautan hálfan vinning í gær og endaði með 2½ vinning í sjöunda sæti í sínum flokki.

Stefán hækkar um 22 stig fyrir frammistöðu sína en Gauti lækkar um 24 stig.

 

 

- Auglýsing -