Íslenska skáksumarið er hafið! Íslenskir skákmenn halda að miklum krafti erlendis til að tefla í sumar. Stórmeistarinn Héðinn Steingrímsson (2534) lauk taflmennsku í gær á opna alþjóðlega mótinu Cherry Blossom Classic í Dulles í Bandaríkjunum. Hann hlaut 6½ vinning í 9 umferðum og endaði í 2.-4. sæti. Hann lækkar um um 10 stig fyrir frammistöðu sína.

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2534) tekur þátt í alþjóðlegu móti í Przeworsk sem hófst í gær. Um er að ræða 10 manna lokaðan flokk.

Hannes gerði jafntefli við slóvakíska alþjóðlega meistarann Martin Neugebauer (2505) í gær. Tvær umferðir eru tefldar í dag. Í fyrri umferðinni sem er hafin teflir Hannes við pólska alþjóðlega meistarann Pawel Teclaf (2537). Síðari andstæðingur dagsins verður úkraínski stórmeistararinn Petro Golubka (2380).

- Auglýsing -