Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Eiríkur K. Björnsson og Gauti Páll Jónsson. Þátttökugjald er 500kr. en frítt er fyrir 17 ára og yngri.
Veitt eru verðlaun, 3000 króna inneign í Skákbúðina, fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).
Fjölmennt var á Þriðjudagsmótinu 18. október og voru 30 keppendur sem mættir voru til leiks.
Fyrir síðstu umferð var staðan sú að fjórir voru efstir með 3.5 vinning. Mættust þeir allir þar með í lokaumferðinni.
Á fyrsta borði var það Ólafur Thorsson sem sigraði Magnús Pálma og undirritaður hafði sigur á Emil Sigurðssyni.
Lokastaðan var þess vegna eftirfarandi
- Ólafur Thorsson 4.5 (15.5)
- Daði Ómarsson 4.5 (14)
- Torfi Leósson 4.0 (17,5)
- Mohammadhossein Ghasemi 4.0 (15)
Verðlaun fyrir besta árangur miðað við stig runnu í hlut Ara Guðmundssonar
Öll úrslit úr mótinu má sjá í hlekknum (hér)
Næsta mót verður 25. október og hefst, eins og jafnan, stundvíslega klukkan 19:30, í Skákhöll TR í Faxafeni. Fimm umferðir; 10 mínútur og 5 sekúndna viðbótartími.
Daði Ómarsson, 18. 10. 2022















