Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Eiríkur K. Björnsson og Gauti Páll Jónsson. Þátttökugjald er 500kr. en frítt er fyrir 17 ára og yngri.

Veitt eru verðlaun, 3000 króna inneign í Skákbúðina, fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).


Fjölmennt var á Þriðjudagsmótinu 18. október og voru 30 keppendur sem mættir voru til leiks.

Fyrir síðstu umferð var staðan sú að fjórir voru efstir með 3.5 vinning. Mættust þeir allir þar með í lokaumferðinni.

Á fyrsta borði var það Ólafur Thorsson sem sigraði Magnús Pálma og undirritaður hafði sigur á Emil Sigurðssyni.

Lokastaðan var þess vegna eftirfarandi

  1. Ólafur Thorsson 4.5 (15.5)
  2. Daði Ómarsson 4.5 (14)
  3. Torfi Leósson 4.0 (17,5)
  4. Mohammadhossein Ghasemi 4.0 (15)

 

Verðlaun fyrir besta árangur miðað við stig runnu í hlut Ara Guðmundssonar

Öll úrslit úr mótinu má sjá í hlekknum (hér)

Næsta mót verður 25. október og hefst, eins og jafnan, stundvíslega klukkan 19:30, í Skákhöll TR í Faxafeni. Fimm umferðir; 10 mínútur og 5 sekúndna viðbótartími.

Daði Ómarsson, 18. 10. 2022

- Auglýsing -