Atskákmót hjá TR í kvöld. Tefldar eru fimm skákir og tímamörkin eru 10 mínútur á skákina að viðbættum 5 sekúndum á hvern leik. Teflt er í einum flokki. Mótin eru öllum opin og reiknuð til alþjóðlegra atskákstiga. Teflt er í félagsheimili TR, Faxafeni 12 og taflmennskan hefst stundvíslega klukkan 19:30. Það þarf ekki að skrá sig fyrirfram, nóg að mæta á staðinn. Umsjón með mótunum hafa þeir Eiríkur K. Björnsson og Gauti Páll Jónsson. Þátttökugjald er 500kr. en frítt er fyrir 17 ára og yngri.
Veitt eru verðlaun, 3000 króna inneign í Skákbúðina, fyrir sigurvegara mótsins, og fyrir bestan árangur miðað við eigin stig (rating performance).
————–
Mikið var um að vera í síðustu viku; Opna Íslandsmót kvenna hófst á mánudeginum og HM í Fischer-slembiskák á þriðjudeginum. Og auðvitað Þriðjudagsmót TR i atskák.
Baráttan þar varð tvísýn og meira spennandi en kannski hefði mátt ætla; stigahæsta keppandanum, Daða Ómarssyni, varð á handvömm í vænlegri og krítískri stöðu og tapaði fyrir Brynjari Bjarkarssyni í 2. umferð. Þannig kom upp sú staða fyrir síðustu umferð að sex efstu keppendur höfðu allir misst heilan vinning (ýmist með tapi eða jafnteflum) og áttu möguleika á efsta sætinu. Þetta voru þeir Daði Ómarsson, Torfi Leósson, Gauti Páll Jónsson, Kristján Halldórsson, Kristófer Orri Guðmundsson og Birkir Hallmundarsson.
Úrslit á mótinu réðust síðan í innbyrðis viðureignum þeirra á milli og þar varð Daði Ómarsson hlutskarpastur með því að leggja Torfa Leósson að velli. Í öðru sæti varð siðan Birkir Hallmundarsson sem fékk, með sigri á Kristófer Orra, líka verðlaunin fyrir bestan árangur miðað við stig. Birkir hlaut 2. sætið af því eitt af viðmiðunum fyrir stigaútreikning jafnra keppenda á Þriðjudagsmótum, er fjöldi unninna skáka; þannig gildir
——
Af heimasíðu TR













