Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2529) heldur áfram að góðu gengi í undanförnum umferðum og er nú búinn að mála yfir hikst í fyrstu umferðinni á HM öldunga 50+. Hannes hefur nú unnið fjórar skákir í röð og í dag mætti hann stórmeistaranum Maxim Novik (2375). Hannes fékk upp byrjun og stöðutýpu sem hentar honum vel og hann hreinlega valtaði yfir stórmeistarann sem teflir fyrir Litháen.

Eftir þennan sigur hefur Hannes 4 vinninga og situr í 4-9. sæti aðeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.

- Auglýsing -