Tvöföld umferð fór fram í dag í Uppsala í Svíþjóð á árlegu unglingamóti sem haldið er þar. Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Vignir Vatnar Stefansson eru í skiptu öðru sæti eftir sex umferðir.
Vignir Vatnar og Aleksandr gerðu báðir jafntefli með svörtu í fyrri skák dagsins í fimmtu umferð. Stigalægri andstæðingar þeirra tefldu báðir traust og gáfu lítil færi á sér. Adam Omarsson vann sinn andstæðing í kóngsindverjanum.
Stephan Briem gerði jafntefli í sinni skák og Alexander Oliver Mai rétti aðeins úr kútnum með sigri.
Þarmeð var Adam orðinn efstur Íslendingana aftur. Í sjöttu umferð mætti hann Gavrilescu á efsta borði með hvítu.. Gavrilescu tefldi af miklum krafti með svörtu og vann góðan sigur.
Vignir og Aleksandr unnu sína andstæðinga með hvítu mönnunum í seinni umferðinni. Vignir vann ótrúlega auðveldlega gegn 2159 stiga manni.
Stephan Briem vann einnig og seinni umferðin heilt yfir góð.
Eftir erfiða baráttu fann Stephan taktík sem gaf honum betri stöðu og lagði grunninn að vinningnum. 33.Hxe7!
Alexander Oliver vann líka seinni skákina, góður dagur hjá honum.
Aleksandr og Vignir hafa 4 vinninga, Adam og Stephan hafa 3,5 vinning og Alexander Oliver hefur 3 vinninga.
Ein umferði er á morgun. Aleksandr fær svart á Hampus Sörensen (2470) og Stephan Briem fær hvítt á Vigni.
Alls eru 22 ungir og efnilegir skákmenn mættir til leiks og Íslands á fimm fulltrúa 10. unglingamótinu í Uppsala. Íslendingar hafa sótt mótið vel frá upphafi og forkólfur mótsins Carl Frederik Johansson átt gott samstarf og reynst Íslendingum vel.
Vignir Vatnar Stefánsson (2484)
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2392)
Stephan Briem (2144)
Alexander Oliver Mai (2118)
Adam Omarsson (1946)
Vignir er númer tvö í stigaröðinni en stigahæstur er stórmeistarainn David Gavrilescu (2534) frá Rúmeníu.
- Heimasíða mótsins
- Mótið á chess-results
- Beint á lichess
- Beint á chess.com
















