Guðmundur Kjartansson í Hörpu. Mynd: Hrafn Jökulsson.

EM landsliða fer fram í Budva í Svartfjalllandi 10-21. nóvember. Ísland sendir lið í opnum flokki og kvennaflokki. Fram að móti verða liðsmenn kynntir til leiks hver á fætur og öðrum Í dag kynnum við til leiks Guðmund Kjartansson.

EM-fararnir

  • Hjörvar Steinn Grétarsson
  • Hannes Hlífar Stefánsson
  • Vignir Vatnar Stefánsson
  • Guðmundur Kjartansson
  • Hilmir Freyr Heimsson
  • Olga Prudnykova
  • Lenka Ptácníková
  • Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
  • Lisseth Acevedo Mendez
  • Helgi Ólafsson (liðsstjóri)
  • Ingvar Þór Jóhannesson (liðsstjóri)

Nafn?

Guðmundur Kjartansson

Borð?

Fjórða borði

Hver kenndi þér að tefla og hvað varstu gamall/gömul?

Óli bróðir, ég var 6 ára.

Uppáhaldsskákmaður?

Ég lærði mikið af því að fara yfir skákir Kasparovs og Karpovs á mínum uppvaxtarárum. Bobby Fischer og Judit Polgar voru líka alltaf í uppáhaldi en annars reyni ég að sækja innblástur víða. Að fara nokkuð vel yfir feril Friðriks Ólafssonar hjálpaði mér svo á lokasprettinum að stórmeistaratitlinum.

Hvernig er þínum undirbúningi háttað fyrir EM landsliða?

Regluleg hreyfing eins og göngutúrar, skokk og armbeygjur. Frá og með morgundeginum!! Huga að svefninum og mataræðinu. Byrja og enda hvern dag á Sahaja Yoga hugleiðslu. Tefla hraðskákir á netinu og leysa þrautir til að halda mér í leikformi og vera með mínar byrjanir á hreinu. 

Hluti af hvaða landi var Svartfjallaland áður en það hét bara Svartfjallaland? (bannað að nota Google!).

Serbía- og Svartfjallaland.

Hversu oft hefur þú farið á EM landsliða?

Síðan 2013 svo þetta verður í sjötta skipti.

Hvaða lönd eiga landamæri að Svartfjallandlandi (Google bannað!!) – Vísbending: Landið á landamæri að fimm löndum.

Ég hef keyrt frá (Norður) Makedóníu til Svartfjallalands og frá Svartfjallalandi til Albaníu og veit að landið liggur að Serbíu og líklega líka að Bosníu-Herzegovínu, svo ég giska á að fimmta landið sé Króatía (frekar en Kósóvó). 

Hver verður fyrsti áskorandi Ding Liren?

Caruana

Hvað heitir núverandi heimsmeistari kvenna (Google bannað!)

Vandræðalegt… Ju Wenjun sem var ríkjandi heimsmeistari kvenna tapaði fyrir annarri skákkonu frá Kína í einvígi þeirra fyrr á þessu ári en man ekki hvað hún heitir. 

Hver er þín skrautlegasta sigurskák?

Þær eru eflaust margar skrautlegar, ein sem kemur upp í hugann er frá Hastings 2012/13 gegn sterkum úkraínskum stórmeistara. 

Hver eru þín markmið á mótinu?

Að mæta eins vel undirbúinn og ég get, tilbúinn að berjast í hverri skák og að leggja mig allan fram fyrir liðið. 

Áfram?

Ísland!!

Eitthvað að lokum?

Það er alltaf mikill heiður að fá að tefla fyrir Íslands hönd og liðsheildin er góð bæði í opna- og kvennaflokknum svo ég er bjartsýnn! 🙂

- Auglýsing -