Ríkarður Sveinsson, formaður Taflfélags Reykjavíkur er látinn. Hann lést 20. desember, 56 ára að aldri. Rikki, eins og hann var ávallt kallaður í sinum vinahópi, var sannkallaður máttarstólpi í íslensku skáklífi.

Hann kom kornungur inn í stjórn Taflfélags Reykjavíkur, og hefur verið þar með smá hléum í um 40 ár. Setið lengst allra sem formaður TR. Haldið vel utan um félagið sem undir hans stjórn er í senn öflugasta og virkasta skákfélag landsins. Hann fer vel yfir málefni TR í nýlegu viðtalið á Útvarpi Sögu.
Hann var um langt árabil jafnframt í stjórn SÍ. Hann var einn fremsti og úrræðabesti skákdómari landsins. Tók á hlutanum þegar á þurfti. Ákveðinn en samt sanngjarn.

Leiðir okkar lágu saman um 1980 þegar ég byrjaði að tefla. Rikki hafði byrjað einhverjum árum. áður. Hann var í stjórn TR þegar ég kem þar og oft vorum við skákstjórar saman á mótum. Með skrifstofur í sama húsi, oft labbað yfir og málin rædd – ekki síst skákmálefni. Oft sammála – en þó ekki alltaf. Mikill taflfélagsmaður og passaði vel upp á hagsmuni síns félags eins og honum bar.
Við höfum verið saman í skákklúbb, BDTR. Félagsskapur sem fagnar 40 ára afmæli á næsta ári. Teflt þar saman mörg hundruð skákir, hlustað á eigtís tónlist, skemmt okkur og hlegið dátt saman.
Skákhreyfingin hefur misst einn sinn allra besta manns. Hans verður sárt saknað.
Fjölskyldu og vinum votta ég samúð mína.
Gunnar Björnsson.