Þrettán liðsmenn Skákdeildar Breiðabliks tóku þátt í skákhátíðinni Deltalift Open sem fram fór í Halmstad í Svíþjóð dagana 9.-11. maí.
Fulltrúar Breiðabliks á mótinu voru:
Open
Birkir Hallmundarson
Engilbert Viðar Eyþórsson
Guðrún Fanney Briem
Markús Orri Jóhannsson
Sigurður Páll Guðnýjarson
Örvar Hólm Brynjarsson
Þjálfari hópsins á mótinu var Björn Ívar Karlsson yfirþjálfari Skákdeildar Breiðabliks.
Tefldar voru átta umferðir, þar af fjórar atskákir (30+12) og fjórar kappskákir (90+30).
Aðstæður á mótinu voru með besta móti. Rúmgóður keppnissalur, beinar útsendingar frá efstu borðum og öllum keppendum gert hátt undir höfði, bæði í opnum flokki og í flokki u1600.

Árangur Blika á mótinu var mjög góður. Alls enduðu fimm Blikar í verðlaunasætum í sínum stigaflokkum.
Í stigaflokki 10 varð Birkir Hallmundarson efstur með 4 vinninga. Birkir tefldi margar frábærar skákir á mótinu og var bestur í löngum baráttuskákum þar sem stöðuskilningur hann nýttist vel. Birkir hækkar um +54 stig eftir mótið.
Í stigaflokki 9 varð Engilbert Viðar í 2. sæti og Guðrún Fanney í 3. sæti, bæði með 3,5 vinning. Engilbert tefldi margar glæsilegar sóknarskákir á mótinu og Guðrún Fanney tefldi margar mjög langar skákir þar sem hún fór langt á baráttuþreki og seiglu. Engilbert hækkar um +54 stig eftir mótið og Guðrún Fanney um +7.
Í stigaflokki 8 varð Markús Orri Jóhannsson efstur með 4 vinninga. Markús Orri sýndi það á mótinu að hann hefur tekið miklum framförum í þekkingu á byrjunum og undirbúningi fyrir skákir. Það skilaði honum góðum úrslitum. Markús Orri hækkar um +58 stig eftir mótið.
Í flokki u1600 sló Halldóra Jónsdóttir í gegn. Hún varð efst kvenna með 4,5 vinning, 1,5 vinningi fyrir ofan næsta keppanda! Halldóra sýndi það á mótinu að hún er hraðri uppleið. Lærði margt nýtt í byrjunum og undirbúningi fyrir skákir og barðist af hörku.

Keppnishelginni lauk með sameiginlegum kvöldverði hópsins þar sem endað var á fótbolta á fagurgrænu sænsku túni. Sumarið er komið í Svíþjóð og veðrið lék við hópinn meirihluta ferðarinnar enda hitinn oft í kringum 20°C.

Þátttaka hópsins á mótinu skilaði miklu. Reynslan sem iðkendur fá af því að taka þátt í móti sem þessu er ómetanleg. Þegar lagt er upp með að undirbúa sig vel fyrir skákir og fara ítarlega yfir þær að þeim loknum er öruggt að mikið framfarastökk kemur í kjölfarið. Ekki má gleyma því að það er líka gaman á milli skáka og hópeflið dýrmætt. Það er óhætt að mæla með slíkum keppnisferðum fyrir önnur félög.
Keppendur fá hrós fyrir góða frammistöðu á mótinu og foreldrum, og fararstjórum, vil ég þakka sérstaklega fyrir gott skipulag, einstaka þolinmæði og úthald við bið á skákstað!
Pörun og úrslit í Deltalift Open
Pörun og úrslit í u-1600
Beinar útsendingar














