Ingvar Wu Skarphéðinsson endaði sem sigurvegari á Meistaramóti Skákskólans U2000 eftir jafna, harða og spennandi keppni. Ingvar kom í mark með 7,5 vinning af 9 eins og Benedikt Þórisson en hafði betri oddastig. Gunnar Erik Guðmundsson fráfarandi meistari hafnaði í 3. sæti en hann var jafn þeim félögum fyrir lokaumferðina.
Lokaumferðin var æsispennandi. Ingvar hafði betur gegn Örvari Hólm og Benedikt náði að leggja Iðunni Helgadóttur að velli með svörtu. Markús Orri hélt jafntefli gegn Gunnari Erik og kom í veg fyrir sigurmöguleika hans.
Birkir Hallmundarson varð hlutskarpastur keppenda undir 1800 elóstigum og Nökkvi Hólm Brynjarsson varð efstur keppenda með undir 1600 elóstig. Iðunn Helgadóttir hlaut stúlknaverðlaun.
Helgi Ólafsson sá um mótið og naut aðstoðar Lenku Ptacnikovu og Birkis Ísaks Jóhannssonar enda var það eina leiðin til að lands Wessman One Bikarnum!


- Mótið á chess-results
- Frétt með upplýsingum um verðlaun o.fl.
















