Josef Omarsson er enn taplaus á alþjóðlegu móti í Krakow í Póllandi. Keppt er í fjórum flokkum og tekur hann þátt í B-flokki ásamt Adam bróður sínum og hinum frægu Botez-systrum. Báðir höfðu þeir fjóra vinninga fyrir umferðina

Í 7. umferðinni mætti Josef Austurríkismanninum Dario Soldo (2018) og vann snarpan sigur í sikileyjarvörn í aðeins 24. leikjum með svörtu mönnunum! Banastuð hjá Josef sem er enn taplaus og hefur nú 5 vinninga af 7 mögulegum.

Adam hafði byrjað mótið með glæsibrag og var efstur eftir fjórar umferðir. Hann hafði t.a.m. mætt tveimur stigahæstu mönnum mótsins. Í 7. umferðinni lenti hann í smá brasi með svart gegn Darynu Kryvenko (1879) frá Úkraínu og þurfti að verjast í drottningarendatafli peði undir í langri skák. Vörnin gekk þó og Adam náði í jafntefli sem er gott fyrir sjálfstraustið eftir tvær tapskákir í röð. Adam hefur 4,5 af 7.

Tvær umferðir eru nú eftir og gaman væri að klára mótið með stæl og jafnvel komast í beina útsendingu í viðureign við Botez-systur!

 

- Auglýsing -