Aleksandr Domalchuk-Jonasson gerði jafntefli í sjöundu og áttundu umferð á opnu móti í Cesme í Tyrklandi. Aleksandr hefur nú 5 vinninga fyrir lokaumferðina og er í örlitlu stigatapi.
Í 7. umferðinni mætti hann CM Musa Zakirov sem teflir undir FIDE-fánanum og státar af 2112 elóstigum. Aleksandr virtist fá mjög vænlegt tafl en náði ekki að gera sér mat úr stöðuyfirburðum sínum og skákin endaði með jafntefli.
Lokaleikirnir í beinu útsendingunni virka eitthvað skrýtnir og ekki víst að skákin sé alveg rétt! Raunar frekar ólíklegt!
Í áttundu umferðinni í dag gerði Aleksandr líka jafntefli. Hann hafði svart gegn Salih Eke (2251) frá Tyrklandi. Aleksandr var með aðeins verra tafl en komst í jafnt endatafl og fékk smá séns á að svíða en of lítið af peðum var eftir til að vinna hróksendataflið og Tyrkinn hélt.
Aleksandr hefur 5 vinninga af 8 eins og áður sagði og mætir Demhat Serey (2024) í lokaumferðinni og hefur hvítt.