Sjöund einvígisskák Heimsmeistaraeinvígis Ding Liren og Dommaraju Gukesh vakti aðeins meiri lukku en flestar skákir sem komu þar á undan. Gukesh, með hvítt, bryddaði upp á nýrri hugmynd í byrjuninni og náði að setja Ding undir töluverða pressu. Heimsmeistarinn virtist hinsvegar finna einhvern gamlan gír og náði að verjast vel í erfiðri stöðu þar sem hann var lengst af peði undir í endatafli en náði að stýra jafnteflinu í höfn eftir mikla baráttu.
7.He1 var nánast ný hugmynd í þekktri stöðu hjá Ding. Magnus Carlsen í skýringum eftir skákin var nánast handviss um að þetta væri handbragð pólska stórmeistarans Gajewski sem er aðstoðarmaður Gukesh. Gajewski vann áður með Anand og á margar skemmtilegar og athyglisverðar byrjanahugmyndir. Sú þekktasta í gegnum tíðina líklegast Gajeski-gambíturinn í spænska leiknum sem svipar mikið til Marshall-árásinar í sömu byrjun.
Hugmyndin sjálf er kannski ekkert súper krítísk en hún spyr svartan spurning um hvernig hann vilji loa um spennuna á miðborðinu. Gukesh fékk í kjölfarið nokkuð þægilega stöðu og eins og svo oft áður, ágætis tímaforskot.
Gukesh fékk færi á að endurtaka stöðuna í 28. leik með Ha3-a1-a3 en sýndi enn og aftur að hann hefur engan áhuga á jafnteflum ef hann getur teflt áfram! Í þessu tilviki var staða hans það góð að jafntefli hefði verið glapræði. Enda fór svo að Gukesh vann peð sitt til baka og peð til viðbótar og var því peði yfir í endatafli.
Tölvuforritin voru farin að setja ansi háan plús á Gukesh á þessum tímapunkti.
44.h4 var t.d. rökréttur leikur og gagnrýndu margir ákvörðun Gukesh hér sem lék 44.Ke1?! sem gaf Ding líflínu. Ding tefldi vörnina áfram vel, hafði kóng sinn ofur-aktífan og Gukesh fann enga leið til að láta umframpeðið telja.
Nokkuð sterkt jafntefli hjá Ding og staðan nú 3,5-3,5 þegar einvígið er hálfnað. Ding á eftir að fá fjórum sinnum hvítt gegn þremur hvítum mönnum hjá Gukesh og þeir sem veðjuðu á Ding fyrir einvígið hljóta að vera orðnir aðeins bjartsýnari en þeir voru fyrir einvígið!
Blaðamannafundur eftir sjöundu skákina
Áttunda skákin fer fram á miðvikudaginn. Skákirnar hefjast klukkan 09:00 á íslenskum tíma. Tefldar eru þrjár skákir og svo er frídagur.
- Heimasíða einvígisins
- Skákir einvígisins á lichess
- Skákir einvígisins á chess.com
- Ofurtölvurannsóknir Sesse
Stúderingar á skák #7:
Skákmenn eru eiginlega „yfirspilltir“ þegar kemur að aðgengi að efni frá heimsklassaskákmönnum. Hér að neðan eru nokkur dæmi um stúderingar á 7. skákinni. Þeir sem hafa verið að gera vídeó-samantektir hingað til eru menn eins og Carlsen, Caruana og Hikaru ásamt Kramnik tjá sig um gang mála!
Magnus Carlsen stórmeistari, fyrrum Heimsmeistari og stigahæsti skákmaður heims ásamt Gothamchess á Take Take Take rásinni.
Styttri útgáfu með Magnus á hans eigin rás:
Anish Giri
Hikaru


















