Theódór Eiríksson endaði í þriðja sæti á fimmtudagsmóti Taflfélags Reykjavíkur í gær og tók með því forystuna í Febrúarmótaröð TR og TG. Mykhaylo Kravchuk keppti á sínu fyrsta móti í mótaröðinni og stóð uppi sem sigurvegari með 7,5 vinninga í 8 skákum. Kristján Örn Elíasson endaði annar með 6 vinninga og kom sér þar með upp í 6. sæti í mótaröðinni og á möguleika á að ná efstu sætunum.

Nú eru 3 mót eftir, skákkvöld TG á mánudaginn, þriðjudagsmót TR og fimmtudagsmót TR. Stigin eru búin að skiptast mjög jafnt á mótaröðinni en 8 skákmenn hafa unnið mótin 9 sem eru búin en aðeins Gauti Páll Jónsson hefur unnið tvö. Alla sigurvegarana má sjá neðst í fréttinni.

Theódór og Arnar Ingi Njarðarson eru báðr búnir að mæta á 6 mót og berjast því um verðlaunin fyrir að bestu mætingu. Tie-break í þeim flokki eru stig í mótaröðinni og leiðir Theódór því báða flokkana í Febrúarmótaröðinni.

 

 

Sigurvegarar einstakra móta:

  1. Skákkvöld 3. feb – Vignir Vatnar Stefánsson
  2. Þriðjudagsmót 4. feb – Arnar Milutin Heiðarsson
  3. Fimmtudagsmót 6. feb – Harald Björnsson
  4. Skákkvöld 10. feb – Dagur Ragnarsson
  5. Þriðjudagsmót 11. feb – Andrey Prudnikov
  6. Fimmtudagsmót 13. feb – Gauti Páll Jónsson
  7. Skákkvöld 17. feb – Theódór Eiríksson
  8. Þriðjudagsmót 18. feb – Gauti Páll Jónsson
  9. Fimmtudagsmót 20. feb – Mykhaylo Kravchuk
  10. Skákkvöld 24. feb – ???
  11. Þriðjudagsmót 25. feb – ???
  12. Fimmtudagsmót 27. feb – ???
- Auglýsing -