Íslenska liðið á HM öldungasveita lagði að velli hollenska lið í sjöundu umferð og réttu aðeins út kútnum. Lokatölur urðu 3-1 en viðureignin erfiðari en tölurnar gefa til kynna. Einhverjir möguleikar eru á topp þrjú sætum með góðum endaspretti.

Viðureign dagsins leit svona út:

Þröstur Þórhallsson hvíldi aftur í umferð dagsins.

Jóhann fékk svart gegn van der Werf, alþjóðlegum meistara. Jóhann tók nokkra áhættu í Nimzanum og tefldi strategískt djarft og hrifsaði peð en þurfti að verjast hættulegu frumkvæði hvíts. Það tókst og Jóhann kláraði með fréttblaðsleik eftir 40.Kh2??

40…Hxh3! og hvítur lagð niður vopn!

Margeir stóð líklegst örlítið verr með hvítu en fékk jafnteflisboð sem hann ákvað að taka, líklegst skynsamleg ákvörðun.

Á þriðja borði hafði Helgi Ólafsson svart og var lengst af tafli með hálfgerða nauðvörn gegn kraftmikilli taflmennsu Hollendingsins. Helgi náði að standa af sér stormin og tók vel tímasett jafnteflisboð í tímahraki andstæðingsins sem hann tók en þó með ívið betra ennþá. Góð barátta hjá Helga!

Jón L. Árnason hélt áfram að hala inn vinningunum með hvítu og sýndi góða þolinmæði og greip sín tækifæri peði yfir í endatafli án þess að gefa færi á sér.

Niðurstaðan stórt góður 3-1 sigur.

Úrslitin gera það að verkum að Ísland er í sjötta sæti með 10 stig, efst liða með 10 stig en öll liðin fyrir ofan hafa 11 stig. Ljóst er því að einhver tækifæri eru til staðar!

Í áttundu umferð mæta Íslendingar liði Ítala. Hér einfaldlega verður að vinnast sigur ef liðið ætlar sér að eygja möguleika á því að komast á pall!

Hér er á ferð sveit sem strákarnir þekkja vel og hafa verið í baráttu við þessa stráka á undanförnum mótum.

Heimsmeistaramótið í Prag er níu umferðir og verður frídagur 22. febrúar að loknum fimm umferðum en að öðru leiti verður teflt á hverjum degi.

- Auglýsing -