Skákdeild KR hélt sitt annað barnaskákmót laugardaginn 26. apríl í samfélagshúsinu að Aflagranda. Mótið var enn fjölmennara en það fyrra með 59 þáttakendur, þótt fleira hafi verið um vera þessa helgi. Margir keppendur stigu sín fyrstu skref á skákmóti og stóðu sig með prýði eins og aðrir sem meiri reynslu höfðu. Boðið var upp pizzuveislu fyrir keppendur og aðstandendur á meðan verið var að koma mótinu af stað. Nú þurfti tæplega 30 stórar pizzur nokkra poka af brauðstöngum til að metta mannskapinn. Skráningin og móthaldið gekk hraðar fyrir sig en síðast og klárðist mótið upp úr kl. 16.
Keppt var tveimur flokkum 1.– 3. bekkur og 4 – 8. bekkur. Sá yngri heldur fjölmennari með 34 keppendum og sá eldri með 25 keppendum.
Í eldri flokki vann Tristan Fannar Jónsson með 6,5v. í sjö skákum og leyfði bar eitt jafntefli í loka umferðinn við Ómar Jón Kjartansson sem varð annar með með 5,5v. Þriðji var Emil Finnsson Fenger með 5v en hærri á stigum en Rakshat Murali Krishna og Likhithasri Sathiyaraj sem einnig voru með 5v.
Í yngri flokki vann Dagur Sverrisson örugglega með fullu hús 7v í sjö skákum. Annar var Róbert Heiðar Skúlason með 6v. Fjórir voru jafnir í þriðja sæti með 5v en þar geta oft verið margir jafnir þegar keppendur eru margir og umferðirnar bara sjö. Fremstur meðal jafningja í þriðja sæti var Garðar Hrafn Einarsson en fast á hæla honum komu Sævar Svan Valdimarsson, Benedikt Freysson og Kateryna Melnykova einnig með 5v.
KRingar eru jafn sáttir með þetta mót og það fyrra með tvo keppendur í verðlaunasætum Róbert og Emil, fleiri þátttakendur og fleiri KRingar með.


















