Framundan er aðalfundur Skáksambands Íslands 14. júní næstkomandi á Blönduósi. Alþjóðlegi skákdómarinn, þáttastjórnandinn og skákmaðurinn Kristján Örn Elíasson kynnti framboð sitt á dögunum -> Tilkynning um framboð Kristjáns.
Kristján Örn hefur nú fylgt framboðinu eftir með stefnuyfirlýsingu og ítarlegri kynningu á sér sem frambjóðanda. Kristján hefur víðtæka reynslu af störfum fyrir skákhreyfinguna um áratuga skeið auk þess sem hann hefur starfað fyrir borðtennishreyfinguna.
Kynningu á framboði Kristjáns er hægt að nálgast á PDF formi HÉR.
- Auglýsing -


















