Aðalfundur Skáksambands Íslands fór fram fyrr í dag á Blönduósi, í tilefni af 100 ára afmæli sambandsins.
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir var kjörin nýr forseti Skáksambandsins.
Hún hafði betur í kosningu gegn Kristjáni Erni Elíassyni, 40 – 16.
Gunnar Björnsson lét af störfum sem forseti Skáksambands Íslands eftir 16 ára farsælt starf og var hann heiðraður við tilefnið.

Áskell Örn Kárason, fyrrum forseti SÍ, og núverandi formaður Skákfélags Akureyrar var kjörinn heiðursfélagi Skáksambands Íslands.

Nánar verður greint frá lagabreytingum á fundinum síðar.
- Auglýsing -















