Minnt er á framhaldsaðalfund SÍ, föstudaginn 11. júlí, kl. 17. Fundurinn fer fram í sal Skákskóla Íslands.
Á dagskrá eru:
5. Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum síðasta árs
6. Afgreiðsla reikninga.
Endanleg ársskýrsla með undirrituðum ársreikningum af stjórn SÍ og endurskoðanda, áritun skoðunarmanna, samþykktri fjárhagsáætlun og undirrituðum ársreikningum Skákskólans má finna hér: https://skak.is/skaksamband/um-ssi/arsreikingar-og-skyrslur/
Félög geta skilað inn nýjum kjörbréfum fyrir framhaldsaðalfundinn. Hægt er að skila nýjum kjörbréfum til skrifstofu SÍ í netfangið skaksamband@skaksamband.is eða á formann kjörbréfanefndar í netfangið helgigretarsson@gmail.com. Einnig er hægt að skila þeim á fundinum sjálfum.
- Auglýsing -