Sjötta umferð Czech Open í Pardubice kláraðist í dag. Josef Omarsson hefur náð góðum úrslitum í síðustu tveimur umferðum.
Lenka Ptáčníková (2115) hefur fengið erfitt prógram hingað til og það hélt áfram í 5. umferð þegar hún tapaði gegn FM Jan Soucek (2309). Lenka vann svo í dag í 6. umferð og hefur 2,5 vinning og er í stigagróða á mótinu.
Josef Omarsson náði eins og áður sagði í tvo sigra. Fyrst lagði hann FM Maksims Golubovskis (2254) í gær og svo Andrej Holly (2199) í dag. Josef hefur 3 vinninga og er í hörku yo-yo baráttu um að verða ekki stigalægstur í fjölskyldunni en það hefur sveiflast verulega á þessu móti!
Adam Omarsson náði sér í 1,5 vinning í síðustu tveimur umferðum og er að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun. Adam hefur 3 vinninga eins og Josef.
Sigurbjörn Hermannsson hefur tekið 1,5 vinning í síðustu tveimur eins og Adam og er í stigagróða þar sem af er móti.
Sjöunda umferð fer fram á morgun.
- Mótið á chess-results
- Skákir á lichess (efstu 28 borð)












