Hvaleyrarskóli teflir þann 2-7.ágúst á heimsmeistaramótinu í skólaskák en mótið fer fram í Washington D.C. í Bandaríkjunum.

Liðið er skipað þeim:

  1. Tristan Nash Alguno Openia
  2. Milosz Úlfur Olszewski
  3. Kristófer Árni Egilsson
  4. Katrín Ósk Tómasdóttir
  5. Emilía Klara Tómasdóttir

Þjálfari hópsins er Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.

Mótið er gífurlega sterkt og er Hvaleyrarskóli í 46.sæti af 55 þegar tekin eru meðalstig skólanna.

Telfdar verða tvær skákir á dag með tímamörkunum 45 mínútur plús 10 sekúndur á hvern leik.

Umferðir hefjast að öllu jöfnu kl 15:00 og 19:00 að íslenskum tíma.

Mótið fer fram í Episcopal Háskólanum og gista keppendur einnig í skólanum.

Heimasíða mótsins: https://worldschoolteam2025.fide.com/

Chess-Results: https://s3.chess-results.com/tnrWZ.aspx?lan=1&tno=1226551

 

- Auglýsing -