Hvaleyrarskóli teflir þann 2-7.ágúst á heimsmeistaramótinu í skólaskák en mótið fer fram í Washington D.C. í Bandaríkjunum.
Liðið er skipað þeim:
- Tristan Nash Alguno Openia
- Milosz Úlfur Olszewski
- Kristófer Árni Egilsson
- Katrín Ósk Tómasdóttir
- Emilía Klara Tómasdóttir
Þjálfari hópsins er Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.
Mótið er gífurlega sterkt og er Hvaleyrarskóli í 46.sæti af 55 þegar tekin eru meðalstig skólanna.
Telfdar verða tvær skákir á dag með tímamörkunum 45 mínútur plús 10 sekúndur á hvern leik.
Umferðir hefjast að öllu jöfnu kl 15:00 og 19:00 að íslenskum tíma.
Mótið fer fram í Episcopal Háskólanum og gista keppendur einnig í skólanum.
Heimasíða mótsins: https://worldschoolteam2025.fide.com/
Chess-Results: https://s3.chess-results.com/tnrWZ.aspx?lan=1&tno=1226551
- Auglýsing -















