Kristján Örn Elíasson hefur í tvö ár stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.

Í gær mætti FIDE-meistarinn Ingvar Þór Jóhannesson í Skipholtið. Ingvar er formaður Taflfélags Reykjavíkur, annar ritstjóra Skák.is, landsliðsþjálfari kvennaliðsins á EM landsliða og snjall píluspilari.

Í kynningu um þáttinn segir:

Ingvar Þór Jóhannesson, formaður Taflfélags Reykjavíkur og annar ritstjóra skákfréttavefjarins Skák.is er gestur Kristjáns Arnar. Þeir segja bæði íslenskar og erlendar skákfréttir og ræða það helsta sem er að gerast í skákinni um þessar mundir.

Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.

- Auglýsing -