Skákskóli Íslands stendur fyrir skákþjálfaranámskeiði dagana 29. og 30. september. Námskeiðið er opið öllum áhugasömum en er sérstaklega ætlað fyrir þá sem eru að sinna skákþjálfun innan skóla eða skákfélaga – og fyrir þá sem hafa áhuga á því að reyna fyrir sér í skákþjálfun.
Dagskrá námskeiðsins:
Mánudagur 29. september – 19:30 – 21:30
Þriðjudagur 30. september – 19:30 – 21:30
Helstu áhersluatriði á námskeiðinu:
– Uppsetning kennslustunda og æfinga
– Kennsluefni – hvað á að kenna og hvernig?
– Nýting tækninnar í skákkennslu
– Hópastjórnun, samskipti og agamál
– Skákþjálfun stúlkna í stórum hópum
– Kennsla barna með taugaþroskaraskanir
Námskeiðið fer fram í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.
Einnig verður námskeiðið sent út í gegnum fjarfund fyrir þá sem komast ekki á staðinn.
Kennarar á námskeiðinu verða Björn Ívar Karlsson FIDE trainer og skólastjóri Skákskóla Íslands og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir forseti SÍ og barnasálfræðingur.
Fullt námskeiðsgjald er 15.000 kr. en starfandi þjálfarar við skákfélög greiða einungis 10.000 kr. Félögin eru hvött til þess að senda sína þjálfara á námskeiðið.
Viðkomandi fær reikning fyrir námskeiðsgjöldum. Athugið að hægt er að sækja um endurgreiðslu kostnaðar til stéttarfélaga þar sem það á við.
-> Skráningarform <-
Nánari upplýsingar veitir Björn Ívar Karlsson skólastjóri Skákskóla Íslands (bjorn@skaksamband.is)