Guðmundur að tafli. Mynd: Fiona

Evrópumót landsliða fer fram í Batumi í Georgíu dagana 5.-14. október. Fram að móti munum við kynna EM-faranna, einn á dag. Við byrjum á því að kynna til leiks reynsluboltann Guðmund Kjartansson.

  • GM Vignir Vatnar Stefánsson
  • GM Guðmundur Kjartansson
  • IM Dagur Ragnarsson
  • GM Hannes Hlífar Stefánsson
  • IM Aleksandr Domalchuk-Jonasson
  • WGM Lenka Ptácníková
  • WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
  • WCM Guðrún Fanney Briem
  • WCM Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  • WCM Iðunn Helgadóttir
  • FST/GM Helgi Ólafsson
  • FT/FM Ingvar Þór Jóhannesson

Nafn

Guðmundur Kjartansson

Félag

Taflfélag Reykjavíkur

Hversu oft hefurðu farið á EM landsliða?

Sex sinnum, þetta verður sjöunda skiptið

Á hvaða ertu að horfa á Netflix (eða annarri veitu) þessa dagana?

Ég er ekki að horfa á neitt eins og er

Uppáhaldsskákmaður og af hverju?

Ég reyni að læra af öllum, á engan sérstakan uppáhaldsskákmann. Lærði samt mikið af því að stúdera skákir Karpovs þegar ég var polli. Það hefur eflaust mótað mig sem skákmann. En það er líka gaman að fara út fyrir þægindasviðið og tefla eins og einhver sem er ólíkur manni.

Verður ManU í efri eða neðri helmingi úrvalsdeildarinnar?

Líklega efri

Uppáhaldskákbyrjun og af hverju?

Það er alltaf gaman að læra nýjar byrjanir og tefla nýjar stöður, en á enga uppáhaldsbyrjun.

Hvernig slakarðu á milli umferða á mótum?

Fer í göngutúra, hugleiði, hlusta á tónlist.

Batumi hefur stundum verið líkt við borg í Bandaríkjunum? Gætirðu nefnt hvaða?

Giska á Miami

Georgía hefur átt margar þekktar skákkonur. Hverja telur þú þá næstþekktustu?

Ekki hugmynd 

Hver verður andstæðingur Gukesh í næsta HM-einvígi?

Það væri mjög gaman að sjá Nakamura

Hvaða bók ertu að lesa þessa dagana? 

Ég keypti nýlega bækurnar Chess for Educators og 100 Tactical Patterns You must know. Hef aðeins gluggað í þær en er annars ekki mikið að lesa þessa dagana.

Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir EM landsliða nú?

Ég leysi þrautir og undirbý byrjanir. Skoða skákir frá Grand Swiss mótinu sem var að klárast. Ég byrja og enda hvern dag á Sahaja Yoga hugleiðslu. Ég borða að mestu leyti hollan mat og fer reglulega í göngutúra.

Hvernig tengist kvikmyndin Tinder Swindler borginni Batumi?

Veit lítið um þennan Tinder Swindler en sá nýlega að það var verið að handtaka hann í Batumi

Markmið þín á mótinu?

Að mæta vel undirbúinn, berjast í hverri einustu skák og alltaf setja liðið ofar mínum persónulegu markmiðum!

Hverja telur þú líklegasta Evrópumeistara?

Ekki viss, en alltaf gaman að sjá óvænt úrslit.

Áfram?

Ísland!

 

- Auglýsing -