Gull og silfur Vignir Vatnar Stefánsson og Alexandr Domalchuk-Jónasson báru af í efsta flokki á NM í skólaskák. — Ljósmynd/Helgi Ólafsson

Úrslitakeppni Íslandsmóts Símans í netskák 2025 heldur áfram á eftir með tveimur viðureignum í 16-manna úrslitum. Ingvar Þór og Björn Ívar Karlsson sjá um útsendinguna að þessu sinni. Í fyrri viðureign kvöldsins mætir sórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson til leiks og mun kljást við Björn Hólm Birkisson en í seinni viðureigninni er komið að landsliðsmönnunum Vigni Vatnar og Aleksandr Domalcuk-Jonassyni

Í útsendingunni í kvöld verður dregið um töfluröð í úrvalsdeild Íslandsmót skákfélaga – en sumir liðsstjórarnir eru orðnir mjög óþreyjufullir að bíða eftir henni.

Fyrri viðureignin er eins og áður segir á milli Helga Áss Grétarssonar stórmeistara og Björns Hólms Birkissonar kandídatameistara. Lengjan metur Helg Áss mun líklegri. Einungis fæst 1.02 í stuðul á Helga en 7.70 á Björn Hólm. Helgi verður að teljast líklegri í þessu einvígi, bæði út frá styrkleika og reynslu en Björn Hólm má ekki vanmeta. Nái Björn góðum úrslitum snemma í einvíginu gæti ýmislegt gerst!

Sigurvegarinn í viðureign Helga Áss og Björns Hólm mætir Jóni Kristni Þorgeirssyni í átta manna úrslitum. Komist Helgi Áss áfram gæti verið um skemmtilegt einvígi að ræða þar en Helgi Áss var einmitt lýsandi þegar Jón Kristinn fór áfram og hafði athugasemdir um glæfralega taflmennsku Jóns á köflum!

Seinni einvígi kvöldsins er svo á milli Íslandsmeistarans Vignis Vatnars Stefánssonar og Aleksandr Domalchuk-Jonassonar. Hér er Lengjan líka verulega hliðholl Vigni sem fær 1.06 í stuðul gegn 5.96 hjá Sasha. Vissulega vann Vignir sigur síðast 5.5-0.5 en Sasha hefur sýnt mikið baráttuþrek í einvígjum hingað til og nánast glapræði að afskrifa hann. Sama og í fyrra einvíginu, ef Sasha byrjar vel er aldrei að vita. Skák.is minnir á ábyrga spilun.

Sigurvegarinn í viðureign landsliðsmannanna mætir sigurvegaranum í viðureign Ingvars Þórs og Jóhönnu Bjargar sem fram fer þarnæstu helgi.

Hægt er að fylgjast með á Sjónvarpi Símans eða á YouTube rás RÍSÍ eða Twitch Rási RÍSÍ

Viðureignir í 16 manna úrslitum

Drátturinn fyrir 16 manna úrslitum, sem fram fara á sunnudögum í september. Viðureignirnar, raðaðar í dagsetningarröð, raðaðist á eftirfarandi hátt:

  1. 7. septemberSímon Þórhallsson – Bárður Örn Birkisson 4½ – 3½
  2. 7. septemberBragi Þorfinnsson – Dagur Andri Friðgeirsson 3½ – ½
  3. 14. september: Róbert Lagerman – Jón Kristinn Þorgeirsson 4-1
  4. 14. september: Dagur Ragnarsson – Björn Þorfinnsson 2½-3½
  5. 21. september: Helgi Áss Grétarsson – Björn Hólm Birkisson
  6. 21. september: Vignir Vatnar Stefánsson – Aleksandr Domalchuk-Jonasson
  7. 28. september: Birkir Ísak Jóhannsson – Jóhann Hjartarson
  8. 28. september: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir – Ingvar Þór Jóhannesson

Í átta manna úrslitum mætast

  • Símon – Birkir-Jóhann
  • Björn ÞBragi
  • Jón Kristinn – Helgi Áss-Björn Hólm
  • Jóhanna-Ingvar Þór – Vignir-Aleksandr
- Auglýsing -