Haustmót TR kláraðist í gær í öllum flokkum. Alþjóðlegi meistarinn Dagur Ragnarssonar kláraði mótið með jafntefli og vann A-flokkinn. Stjarna mótsins var að mörgu leyti Stefán Steingrímur Bergsson sem hreinsaði B-flokkinn. Gamli skólinn hélt velli í C-flokki þrátt fyrir áhlaup yngri kynslóðarinnar og Þór Jökull vann opna flokkinn nokkuð örugglega. Allir tryggja þeir sig í efri flokk að ári, að Degi undanskildum að sjálfsögðu.
A-flokkur
Dagur var í raun búinn að tryggja sér sigurinn á oddastigum en Vignir vildi samt væntanlega reyna að gera eins vel og hann gæti í lokaumferðinni. Vignir lék óvenjulegum leik í 3. leik og má segja að herbragð hans hafi heppnast þar sem Bárður var kominn niður í 40 mínútur í 7. leik, allt að því galin tímanotkun. Í 13. leik skildi Bárður sig eftir með 2 mínútur, fórnaði húsinu og eins gott að allt væri rétt reiknað. Bárður náði þráskák en með meiri tíma á klukkunni hefði hann e.t.v. fundið að hann var í raun með hartnær unnið tafl!
Dagur gulltryggði sig með jafntefli í lokaumferðinni gegn Josef.
Heilt yfir friðsöm lokaumferð:
Lokastaðan
- Dagur kr. 125.000 kr.
- Vignir kr. 75.000 kr.
- Oliver kr. 30.000 kr.
- og 5. sæti fá frítt í Skákþing Reykjavíkur 2026 sem rennur til tvíburanna.
B-flokkur
Stefán Steingrímur hélt áfram glæsilegri taflmennsku sinni og lagði Arnar Milutin að velli með svörtu í lokaumerðinni. Stefán var öruggur en jafnframt beittur og sá lengra en Arnar í lokataktíkinni sem var skemmtilega útfærð. Má segja að g3 veiking Arnars snemma í byrjuninni hafi komið í bakið á honum.
Engin jafntefli í lokaumferðinni, alvöru barátta!
Lokastaðan:
Ótrúlegur árangur hjá Stefáni en Ingvar Wu kom líka sterkur inn í þennan flokk
- Stefán Steingrímur kr. 25.000 kr.
- og 3. sæti fá frítt í Skákþing Reykjavíkur 2026, Arnar Milutin og Ingvar Wu
C-flokkur
Kristján Örn náði að landa sigri með mikilli seiglu og hefur nýyrðið „hrossaflugusprikl“ vakið mikla kátínu en Kristján hélt áfram námskeið í því í lokaumferðinni. Birkir stóð til vinnings á kafla en Kristján gefst aldrei upp og á ögurstundu hugði Birkir ekki að sér í borðinu og var orðinn mát!
Haukur gerði á sama tíma jafntefli og Kristján því með mikilvægan sigur í lokaumferðinni.
Lokastaðan:
Ungu mennirnir með góða spretti þarna en reynslan taldi á endanum!
- Kristján Örn 25.000 kr.
- Haukur frítt á SÞR
- Roberto frítt á SÞR
Opinn flokkur
Þór Jökull kláraði dæmið í opna flokknum, vann og endaði með 8 vinninga, aðeins ein tapskák!
Lokastaðan:
Flott mót hjá Emilíu sem endaði í 3. sæti.
- Þór Jökull kr. 15.000kr.
- Frítt á SÞR, Örvar Hólm
- Frítt á SÞR, Emilía Embla